Notendahandbók
81
d
A Myndsvæði
Valinn valkostur er sýndur á upplýsingaskjánum.
A DX-linsur
DX-linsur eru hannaðar til notkunar með DX-sniði myndavéla og hafa minna
sýnilegt horn en linsur fyrir 35 mm snið myndavéla.
Ef slökkt er á Auto DX
crop (sjálfvirkum DX-skurði) og annar valkostur en DX (24×16) (DX snið)
er valinn fyrir Image area (myndsvæði) þegar DX-linsa er fest á getur verið
skyggt á umgjörð myndarinnar.
Það getur verið að þetta sé ekki sýnilegt í
leitaranum, en þegar myndir eru spilaðar aftur getur verið að þú takir eftir
minni upplausn eða að brúnirnar á myndinni séu svertar.
A Upplýsingar í leitaranum
1,2 ×, DX-snið, og 5 : 4 skurður eru sýnd hér að neðan; hægt er að skoða
svæðið fyrir utan skurðinn í gráu þegar Off (slökkt) er valið í sérstillingu a5
(AF point illumination (AF-fókuspunktalýsing), 0 284).
1,2× DX-snið
5:4
A Sjá einnig
Sjá blaðsíðu 67 fyrir upplýsingar um skurði sem eru í boði í myndskoðun
hreyfimynda með skjá.