Notendahandbók

89
d
Að nota tvö minniskort
Þegar tvö minniskort eru sett í myndavélina getur þú valið eitt sem
aðalkort með því að nota Primary slot selection (val á aðalrauf)
atriðið í tökuvalmyndinni.
Veldu SD card slot (SD-kortarauf) til að
merkja kortið í SD-kortaraufinni sem aðalkortið, CF card slot (CF-
kortarauf) til að velja CompactFlash-kortið.
Hægt er að velja hlutverk
aðal- og aukakortsins með því að nota Secondary slot function
(hlutverk aukaraufar) valkostinn í tökuvalmyndinni.
Veldu úr
Overflow (yfirflæði) (aukakortið er einungis notað þegar aðalkortið
er fullt), Backup (öryggisafrit) (hvor mynd er vistuð á bæði aðal- og
aukakortið), og RAW primary, JPEG secondary (RAW í aðalrauf,
JPEG í aukarauf) (eins og Backup (öryggisafrit), nema þegar NEF/
RAW afrit mynda eru vistuð með NEF/RAW + JPEG stillingum eru þau
einungis vistuð á aðalkortið og JPEG afrit einungis á aukakortið).
D „Backup“ (öryggisafrit) og „RAW Primary, JPEG Secondary“ (RAW í
aðalrauf, JPEG í aukarauf)
Myndavélin sýnir fjölda mynda sem hægt er að taka á kortið með minnsta
minni. Afsmellarinn mun verða sýndur þegar annað hvort kortið er fullt.
A Taka upp hreyfimyndir
Þegar tvö minniskort eru sett í myndavélina, er hægt að velja raufina sem á
að nota til að taka upp hreyfimyndir með því að nota Movie settings
(hreyfimyndastillingar) > Destination (áfangastaður) valkostinn í
tökuvalmyndinni (0 70).