Notendahandbók
N
91
N
Fókus
Þessi kafli lýsir valkostum sem stýra hvernig myndavélin stillir fókus
þegar ljósmyndir eru rammaðar inn í leitaranum. Fókus er hægt að
stilla sjálfvirkt (sjá fyrir neðan) eða handvirkt (0 101). Notandinn getur
einnig valið fókuspunktana fyrir sjálfvirkan eða handvirkan fókus
(0 96) eða notað fókuslæsingu til að stilla fókus og breyta
ljósmyndum eftir að fókus hefur verið stilltur (0 98).
Snúðu valrofanum fyrir fókusstillingar á AF til
að nota sjálfvirka fókusinn.
Sjálfvirk fókusstilling
Veldu á milli eftirfarandi sjálfvirkra fókusstillinga:
Sjálfvirkur fókus
Snið Lýsing
AF-S
Einstilltur AF: Fyrir kyrrstæð myndefni. Fókus læsist þegar afsmellaranum
er ýtt hálfa leið inn.
Í sjálfgefnum stillingum er aðeins hægt að sleppa
lokaranum þegar fókusvísirinn (I) er sýndur (forgangur fókuss; 0 282).
AF-C
Samfellt stilltur AF: Fyrir myndefni á hreyfingu. Myndavélin stillir fókus
samfellt meðan afsmellaranum er ýtt hálfa leið niður; ef myndefni færir
sig, mun myndavélin virkja eltifókus (0 92) til að segja fyrir um
lokafjarlægð að myndefninu og stilla fókusinn eins og þarf.
Í
sjálfgefnum stillingum, er hægt að sleppa lokaranum hvort sem
myndefnið er fókus eða ekki (forgangur smellara; 0 281).
Valrofi fyrir
fókusstillingar