Notendahandbók
93
N
AF-svæðisstilling
Veldu hvernig fókuspunkturinn fyrir sjálfvirka fókusinn er valinn.
• AF með einum punkti: Veldu fókuspunktinn eins og lýst er á blaðsíðu 96;
myndavélin mun aðeins stilla fókus á myndefnið í valda
fókuspunktinum.
Notist fyrir kyrrstæð myndefni.
• AF með kvikum svæðum: Veldu fókuspunktinn eins og lýst er á blaðsíðu
96.
Í AF-C fókusstillingu mun myndavélin stilla fókus út frá
upplýsingum frá nærliggjandi fókuspunktum ef myndefnið færir sig
úr völdum fókuspunkti.
Fjöldi fókuspunkta er mismunandi eftir
stillingunum sem eru valdar:
- 9-punkta AF með kvikum svæðum: Valið þegar tími er til að stilla upp
ljósmynd eða þegar myndefnið sem ætlunin er að mynda hreyfist
á fyrirsjáanlegan hátt (t.d. hlauparar eða kappakstursbílar á braut).
- 21-punkta AF með kvikum svæðum: Valið þegar ljósmyndir eru teknar af
myndefni sem hreyfist á ófyrirsjáanlegan hátt (t.d. leikmönnum í
fótboltaleik).
- 51-punkta AF með kvikum svæðum: Valið þegar ljósmyndir eru teknar af
myndefni sem hreyfist hratt og ekki er auðvelt að ramma inn í
leitarann (t.d. fuglum).
• 3D-eltifókus: Veldu fókuspunktinn eins og lýst er á blaðsíðu 96.
Í AF-C
fókusstillingu, mun myndavélin fylgja myndefni sem fer úr völdum
fókuspunkti og velja nýjan fókuspunkt eins og þarf.
Notist til að
ramma hratt inn myndir af myndefni sem hreyfist óútreiknanlega
fram og til baka (t.d. tennisleikarar).
Færðu fingurinn af
afsmellaranum ef myndefnið yfirgefur leitarann og rammaðu aftur
inn ljósmyndina með myndefnið í völdum fókuspunkti.