Notendahandbók

98
N
Fókuslæsing
Hægt er að nota fókuslæsingu til að breyta myndbyggingu eftir
stillingu á fókus, sem gerir mögulegt að stilla fókus á myndefni sem
verður ekki í fókuspunkti í lokamyndbyggingunni.
Ef myndavélin
getur ekki stillt fókusinn með sjálfvirka fókusnum (0 91) getur þú
einnig stillt fókusinn á annað myndefni í sömu fjarlægð og notað þá
fókuslæsinguna til að endurstilla ljósmyndina.
Fókuslæsing virkar
best þegar valkostur annar en sjálfvirk AF-svæðisstilling er valinn fyrir
AF-svæðisstillingu (0 93).
1 Stilla fókus.
Staðsettu myndefnið í valda
fókuspunktinum og ýttu
afsmellaranum hálfa leið niður til
að virkja fókus.
Gakktu úr skugga
um að fókusvísirinn (I) birtist í
leitaranum.
2 Læsa fókus.
AF-C fókusstilling (0 91): Þegar
afsmellaranum hefur verið ýtt
hálfa leið niður (q), ýttu á A AE-L/
AF-L hnappinn (w) til að læsa
bæði fókus og lýsingu (AE-L tákn
mun birtast í leitaranum).
Fókus
helst læstur á meðan ýtt er á
A AE-L/AF-L hnappinn, jafnvel þó
þú takir síðar fingurinn af
afsmellaranum.
AF-S fókusstilling: Fókus læsist
sjálfkrafa þegar fókusvísirinn
birtist og helst læstur þar til þú tekur fingurinn af afsmellaranum.
Einnig er hægt að læsa fókus með því að ýta á A AE-L/AF-L-
hnappinn (sjá að ofan).
Afsmellari
A AE-L/AF-L-hnappur