Notendahandbók
99
N
3 Breyttu myndbyggingu
ljósmyndarinnar og taktu
mynd.
Fókus helst læstur á milli mynda
ef þú heldur afsmellaranum
hálfa leið inni (AF-S) eða heldur
A AE-L/AF-L-hnappinum inni, sem býður upp á að margar myndir
séu teknar í röð á sömu fókusstillingu.
Ekki breyta fjarlægðinni á milli myndavélarinnar og myndefnisins á
meðan fókuslæsingin er á.
Ef myndefnið hreyfist, skaltu stilla fókusinn
aftur fyrir nýju fjarlægðina.
A Læsa fókus með B hnappinum
Hægt er að læsa fókus með B hnappinum í staðinn fyrir afsmellarann
(0 92) meðan á leitara ljósmyndun stendur. Ef AF-ON only (aðeins AF-Á) er
valinn fyrir sérstillingu a4 (AF activation (AF-virkni), 0 283), getur
myndavélin ekki stillt fókus þegar afsmellaranum er ýtt hálfa leið niður; í
staðinn stillir myndavélin fókus þegar ýtt er á B hnappinn, þá læsist
fókuspunkturinn og helst læstur þangað til ýtt er aftur á B hnappinn.
Hægt er að sleppa lokaranum hvenær sem er, sama hvaða valkostur er
valinn í sérstillingu a1 (AF-C priority selection (AF-C forgangsval), 0 281)
og a2 (AF-S priority selection (AF-S forgangsval), 0 282), og fókusvísirinn
birtist ekki í leitaranum.
A Sjá einnig
Sjá sérstillingu c1 (Shutter-release button AE-L (AE-L-afsmellari), 0 290)
fyrir upplýsingar um hvernig eigi að nota afsmellarann til að læsa lýsingu,
sérstillingu f6 (Assign AE-L/AF-L button (tengja AE-L/AF-L-hnapp),
0 315) fyrir upplýsingar um val á hlutverki sem A AE-L/AF-L-hnappurinn
spilar.