Notendahandbók
100
N
A Góður árangur með sjálfvirkum fókus
Sjálfvirkur fókus virkar ekki vel við þær aðstæður sem útlistaðar eru að
neðan.
Það getur verið að afsmellarinn verði óvirkur ef myndavélin nær ekki
að stilla fókus við þessar aðstæður, eða það getur gerst að fókusvísirinn (●)
birtist og myndavélin gefi frá sér hljóðmerki, þannig að hægt verður að
smella af jafnvel þegar myndefnið er ekki í fókus.
Í þessum tilfellum, skaltu
nota handvirkan fókus (0 101) eða nota fókuslæsinguna (0 98) til að stilla
fókus á annað myndefni í sömu fjarlægð og endurbyggja síðan ljósmyndina.
Lítil eða engin birtuskil eru á milli myndefnis og
bakgrunns.
Dæmi: Myndefnið er í sama lit og bakgrunnurinn.
Fókuspunkturinn felur í sér hluti í mismikilli fjarlægð frá
myndavélinni.
Dæmi: Myndefni er innan í búri.
Regluleg rúmfræðileg munstur eru ráðandi í myndefninu.
Dæmi: Gluggatjöld eða röð glugga í skýjakljúfi.
Fókuspunkturinn felur í sér svæði með miklum
birtuskilum.
Dæmi: Myndefnið er hálfpartinn í skugga.
Hlutir í bakgrunni virðast stærri en myndefnið.
Dæmi: Bygging er inni í rammanum fyrir aftan
myndefnið.
Myndefnið felur í sér mörg fínleg smáatriði.
Dæmi: Blómaakur eða önnur myndefni sem eru smá og
skortir birtuskil.