Notendahandbók
105
k
A Biðminnisstærð
Áætlaður fjöldi mynda sem hægt er að vista í
biðminninu á völdum stillingum birtist í
myndateljara í leitaranum og á stjórnborðinu á
meðan afsmellaranum er ýtt hálfa leið niður.
Skýringarmyndin til hægri sýnir hvernig
skjámyndin lítur út þegar eftir er pláss fyrir
37 myndir í biðminninu.
A Biðminnið
Myndavélin er útbúin biðminni fyrir tímabundna
vistun, þetta þýðir að hægt er að halda áfram að taka myndir á meðan verið
er að vista ljósmyndir á minniskortið.
Hægt er að taka allt að 100 ljósmyndir
í röð; hins vegar skal athuga að rammatíðnin mun minnka þegar biðminnið
er fullt (t00).
Aðgangsljósið mun lýsa á meðan ljósmyndir eru teknar upp á minniskortið.
Upptaka getur tekið frá nokkrum sekúndum til nokkurra mínútna og fer eftir
aðstæðum í myndatöku og afköstum minniskortsins.
Ekki fjarlægja
minniskortið eða fjarlægja eða taka úr sambandi aflgjafann fyrr en
aðgengisljósið er slokknað.
Ef slökkt er á myndavélinni á meðan enn eru
gögn í biðminninu, slokknar ekki á aflinu fyrr en allar myndir í biðminninu
hafa verið vistaðar.
Ef rafhlaðan tæmist á meðan myndir eru í biðminninu,
er afsmellarinn gerður óvirkur og myndirnar fluttar á minniskortið.
A Sjá einnig
Til að fá upplýsingar um val á hámarksfjölda ljósmynda sem hægt er að taka
í einni hrinu, sjá sérstillingu d3 (Max. continuous release (mesta
afsmellun í raðmyndatöku), 0 293).
Upplýsingar um fjölda mynda sem
hægt er að taka í einni hrinu, sjá blaðsíðu 436.