Notendahandbók

106
k
Sjálftakarastilling
Hægt er að nota sjálftakarann til að minnka hristing myndavélarinnar
eða fyrir sjálfsmyndir.
1 Festu myndavélina á þrífót.
Festu myndavélina á þrífót eða settu myndavélina á stöðugt, jafnt
yfirborð.
2 Veldu sjálftakarastillingu.
Ýttu á lás stilliskífunnar fyrir
afsmellistillingu og snúðu
stilliskífunni fyrir
afsmellistillingu á E.
3 Rammaðu ljósmyndina inn og stilltu
fókus.
Í einstilltum sjálfvirkum fókus (0 91), er
aðeins hægt að taka ljósmyndir ef fókusvísirinn (I) birtist í
leitaranum.
A Lokaðu lokaranum á augngleri leitarans
Þegar myndir eru teknar án þess að þú hafir
augað á leitaranum, lokaðu lokaranum á
augngleri leitarans til að koma í veg fyrir að
ljós komi í gegnum leitarann og birtist á
ljósmyndum eða trufli lýsinguna.
Stilliskífa fyrir afsmellistillingu