Notendahandbók
107
k
4 Byrjaðu tímastillingu.
Ýttu afsmellaranum alla leið
niður til að byrja tímastillinguna.
Sjálftakaraljós byrjar að blikka.
Sjálftakaraljósið hættir að blikka tveimur sekúndum áður en
ljósmynd er tekin.
Lokaranum er sleppt um tíu sekúndum eftir að
tímastillingin byrjar að telja.
Slökktu á sjálftakaraljósinu áður en ljósmyndin er tekin, snúðu
stilliskífunni fyrir afsmellistillinguna á aðra stillingu.
A A
Myndir með tímastilltri lýsingu (b-stilling) er ekki hægt að taka upp með því
að nota sjálftakarann. Fastur lokarahraði verður notaður ef hraðinn A er
valinn í lýsingarstillingu h.
A Innbyggt flass notað
Ýttu á flasshnappinn til að lyfta flassinu og bíddu þar til M vísirinn birtist í
leitaranum (0 181) áður en ljósmynd er tekin með flassi. Taka stöðvast ef
flassinu er lyft upp eftir að sjálftakarinn hefur byrjað að taka mynd. Eingöngu
ein ljósmynd er tekin þegar flassið er notað, óháð þeim fjölda mynda sem
valdar hafa verið fyrir sérstillingu c3 (Self-timer (sjálftakari); 0 291).
A Sjá einnig
Fyrir upplýsingar um hvernig á að velja tímalengd sjálftakarans, fjölda
mynda sem eru teknar, og bilið á milli takna, sjá sérstillingu c3 (Self-timer
(sjálftakari), 0 291).
Frekari upplýsingar um stillingu hljóðmerkis sem
heyrist meðan talið er niður í tímastillingu, sjá sérstillingu d1 (Beep
(hljóðmerki), 0 292).