Notendahandbók
108
k
Spegill upp stilling
Veldu þessa stillingu til að minnka óskýrleikann vegna hreyfingar
myndavélarinnar þegar spegilinn er reistur. Mælt er með notkun
þrífótar.
1 Veldu spegill upp stillingu.
Ýttu á lás stilliskífunnar fyrir
afsmellistillingu og snúðu
stilliskífunni fyrir
afsmellistillingu á M
UP.
2 Reistu spegilinn.
Rammaðu myndina inn, stilltu fókus og ýttu
síðan afsmellaranum alla leið niður til að
reisa spegilinn.
3 Taktu mynd.
Ýttu afsmellaranum alveg niður aftur til að
taka mynd. Ýttu mjúklega á afsmellarann
eða notaðu aukafjarstýringu til að koma í
veg fyrir óskýra mynd vegna hreyfingar myndavélarinnar (0 389).
Spegillinn fer niður þegar töku er lokið.
D Spegill upp
Ekki er hægt að ramma myndir inn í leitaranum og sjálfvirkur fókus og
ljósmæling verður ekki gerð á meðan spegilinn er reistur.
A Spegill upp stilling
Mynd verður sjálfkrafa tekin ef engar aðgerðir eru gerðar í um 30 sek. eftir að
spegillinn er reistur.
Stilliskífa fyrir afsmellistillingu










