Notendahandbók

110
S
A Valmynd fyrir ISO-ljósnæmi
ISO-ljósnæmi má einnig stilla með því að nota ISO
sensitivity (ISO-ljósnæmi) valkostinn í
tökuvalmyndinni (0 268).
Athugið að ekki er hægt að stilla ISO-ljósnæmið úr tökuvalmynd í
hreyfimyndatöku með skjá.
Hins vegar er hægt að stilla ISO-ljósnæmi í
lýsingarstillingu h, með því að nota S hnappinn og aðalstjórnskífuna
(0 109).
A Hi 0,3–Hi 2
Stillingarnar Hi 0.3 (Hi 0,3) til og með Hi 2 samsvara ISO-ljósnæmi 0,3–2 EV
yfir ISO 6400 (ISO 8000–25600 jafngildi). Myndir sem eru teknar með
þessum stillingum eru líklegri til að hafa suð (handahófskennda bjarta díla,
þoku eða línur).
A Lo 0,3–Lo 1
Stillingarnar Lo 0.3 (Lo 0,3) til og með Lo 1 samsvara ISO-ljósnæmi 0,3-1 EV
undir ISO 100 (ISO 80–50 jafngildi).
Notað fyrir stór ljósop þegar lýsingin er
björt. Birtuskilin eru aðeins meiri en venjulega; í flestum tilvikum er mælt
með ISO-ljósnæmi ISO 100 eða hærra.
A Sjá einnig
Upplýsingar um sérstillingu b1 (ISO sensitivity step value (skrefgildi ISO-
ljósnæmis)), er að finna á blaðsíðu 287. Upplýsingar um að sýna ISO-
ljósnæmi á stjórnborðinu eða stillingu ISO-ljósnæmis án þess að nota S
hnappinn, sjá sérstillingu d7 (ISO display and adjustment (ISO skjár og
stilling); 0 295). Upplýsingar um notkun High ISO NR (mikið ISO-
ljósnæmi) valkostsins í tökuvalmyndinni til að minnka suð við hátt ISO-
ljósnæmi, er að finna á blaðsíðu 277.