Notendahandbók

V
115
Z
Lýsing
Ljósmæling ákvarðar hvort myndavélin stillir lýsingu.
Eftirfarandi
valkostir eru í boði:
Ljósmæling
Valkostur
Lýsing
L
Matrix (Fylki): Gefur eðlilega útkomu í flestum tilvikum.
Myndavélin
mælir breitt svæði rammans og stillir birtu samkvæmt
tónadreifingu, lit, myndbyggingu og, með tegund G- eða D-linsa
(0 373), fjarlægðarupplýsingar (3D litafylkisljósmælingu III; með
öðrum CPU-linsum, notar myndavélin litafylkisljósmælingu III, sem
inniheldur ekki 3D-fjarlægðarupplýsingar).
Með linsum án CPU,
notar myndavélin litafylkisljósmælingu ef brennivídd og hámarks
ljósop eru tilgreind með notkun Non-CPU lens data (upplýsinga
um linsu án CPU) valkosts í uppsetningarvalmyndinni (0 213);
annars notar myndavélin miðjusækna ljósmælingu.
M
Center-weighted (Miðjusækin): Myndavélin mælir allan rammann en
leggur mesta áherslu á miðjusvæðið (ef CPU linsa er fest á, er hægt
að velja stærð svæðisins með því að nota sérstillingu b5, Center-
weighted area (miðjusækið svæði), 0 289; ef linsa án CPU er fest á
er svæðið 12 mm í þvermál).
Þetta er klassísk ljósmæling fyrir
andlitsmyndir og mælt er með þessu ef þú notar síur með
lýsingargildi (síugidi) yfir 1×.
*
N
Spot (Punktur): Myndavélin mælir hringi 4 mm í þvermál (um það bil
1,5% af rammanum).
Hringurinn er í miðju núverandi fókuspunkts,
sem gerir það mögulegt að mæla myndefni utan miðju (ef linsa án
CPU er notuð eða ef sjálfvirkt AF svæði er virkt, mun myndavélin
mæla miðju fókuspunktsins).
Tryggir að myndefnið verði rétt lýst,
jafnvel þó að bakgrunnurinn sé miklu bjartari eða dekkri.
*
* Tilgreindu brennivídd linsu og hámarksljósop með Non-CPU lens data
(upplýsingar um linsu án CPU) valmyndinni til að bæta nákvæmni með linsum
án CPU (0 213).