Notendahandbók
118
Z
e: Sérstilling með sjálfvirkni
Í þessari stillingu stillir myndavélin sjálfkrafa lokarahraða og ljósop
samkvæmt innbyggðu forriti til að ná ákjósanlegri lýsingu við flestar
aðstæður.
Mælt er með þessu sniði fyrir tækifærismyndir og við aðrar
kringumstæður þar sem þess er óskað að myndavélin stýri
lokarahraða og ljósopi.
A Sveigjanleg stilling
Í lýsingarstillingu e er hægt að velja mismunandi
samsetningar lokarahraða og ljósops með því að
snúa aðalstjórnskífunni á meðan kveikt er á
ljósmælingum („sveigjanleg stilling“).
Snúðu
skífunni til hægri fyrir stærra ljósop (lítil f-tala) sem
gerir atriði í bakgrunni óskýrari eða fyrir hærri
lokarahraða sem „frystir“ hreyfingu.
Snúðu
skífunni til vinstri fyrir smærra ljósop (stór f-tala)
sem eykur dýptarskerpu eða fyrir lítinn
lokarahraða sem gerir hreyfingu óskýra.
Allar
samsetningar skila sömu lýsingu.
Á meðan kveikt
er á sveigjanlegri stillingu birtist („U“) stjörnumerki
á stjórnborðinu.
Til að endurheimta sjálfgefinn
lokarahraða og ljósopsstillingar, þarftu að snúa
skífunni þar til stjörnumerkið hverfur, velja annað
snið eða slökkva á myndavélinni.
A Sjá einnig
Sjá blaðsíðu 411 til að fá upplýsingar um innbyggða lýsingarstillingu.
Frekari upplýsingar um hvernig eigi að virkja ljósmælingar, sjá, „Slökkt
sjálfkrafa á ljósmælum“ á blaðsíðu 42.
Aðalstjórnskífa