Notendahandbók
120
Z
g: Sjálfvirkni með forgangi á ljósop
Með sjálfvirkni með forgangi á ljósop, getur þú valið ljósopið á meðan
myndavélin velur sjálfvirkt þann lokarahraða sem mun gefa bestu
mögulegu lýsingu.
Stórt ljósop (lág f-tala) eykur drægi flassins (0 187)
og minnkar dýptarskerpu, gerir hluti óskýra fyrir framan og aftan
aðalmyndefnið.
Lítið ljósop (há f-tala) eykur dýptarskerpu, dregur fram
atriði í bakgrunni og forgrunni.
Lítil dýptarskerpa er vanalega notuð í
andlitsmyndum til að gera atriði í bakgrunni óskýr, mikil dýptarskerpa í
landslagsmyndum til að fá atriði í forgrunni og bakgrunni í fókus.
Snúðu
undirstjórnskífunni
meðan kveikt er á
ljósmælingu, til að velja
ljósop milli lágmarks og
hámarks gildis fyrir linsu.
Hægt er að læsa ljósopi á
valda stillingu (0 126).
Lítið ljósop (f/36) Stórt ljósop (f/2.8)
Undirstjórnskífa