Notendahandbók
124
Z
Langtímalýsingar
Á lokarahraða A mun lokarinn haldast opinn á meðan
afsmellaranum er haldið niðri.
Notað fyrir langtímalýsingu ljósmynda
með ljós á hreyfingu, stjörnur, landslag að næturlagi eða flugelda.
Mælt er með notkun þrífótar og aukafjarstýringar með snúru (0 389)
til að koma í veg fyrir óskýrar myndir.
1 Mundaðu myndavélina.
Festu myndavélina á þrífót eða settu hana á stöðugt, jafnt
yfirborð.
Ef þú notar aukafjarstýringu með snúru, festu hana þá á
myndavélina.
Lokarahraði: 35 sek. ljósop: f/25
A Langtímalýsingar
Lokaðu augnglerslokara leitarans til að koma í veg fyrir að lýsing komi í
gegnum leitarann og birtist á ljósmynd eða trufli lýsingu. Nikon mælir
með því að notuð sé fullhlaðin EN-EL15 rafhlaða eða auka EH-5b
straumbreytir og EP-5B rafmagnstengi til að koma í veg fyrir
rafmagnsleysi á meðan lokarinn er opinn.
Athugaðu að það getur
verið suð (bjartir punktar, handahófskenndir bjartir dílar eða þoka) til
staðar í langtímalýsingu; fyrir töku, veldu On (kveikt) fyrir Long
exposure NR (langtímalýsingu NR) valkostinn í tökuvalmyndinni
(0 277).