Notendahandbók

xiii
Öryggisatriði
Til að koma í veg fyrir skemmdir á Nikon vörunni þinni eða slys á þér eða
öðrum, skaltu lesa þessar varúðarleiðbeiningar í heild sinni áður en þú notar
þennan búnað. Geymdu þessar varúðarleiðbeiningar þar sem allir þeir sem
munu nota vöruna geta lesið þær.
Mögulegar afleiðingar þess að fara ekki eftir þeim varúðarráðstöfunum sem
taldar eru upp í þessum hluta eru gefnar til kynna með eftirfarandi tákni:
❚❚ VIÐVARANIR
A Haltu sólinni utan rammans
Haltu sólinni vel utan rammans
þegar teknar eru myndir af baklýstu
myndefni. Sólarljós sem beinist inn í
myndavélina þegar sólin er innan í
eða nærri rammanum getur kveikt
eld.
A Ekki horfa á sólina í gegnum leitarann
Ef horft er á sólina eða á aðra sterka
ljósgjafa í gegnum leitarann getur
það valdið varanlegum sjónskaða.
A Notkun stillibúnaðar sjónleiðréttingar í
leitara
Þegar stillibúnaður sjónleiðréttingar
í leitara er notaður með augað við
sjóngluggann, skal gæta þess
sérstaklega að pota ekki fingri óvart í
augað.
A Slökktu samstundis á myndavélinni ef bilun
gerir vart við sig
Skyldir þú taka eftir því að reykur
eða undarlegri lykt komi frá
búnaðinum eða straumbreytinum
(fáanlegur sér), skaltu taka
straumbreytinn úr sambandi,
fjarlægja rafhlöðuna samstundis og
gæta þess að brenna þig ekki.
Áframhaldandi notkun getur valdið
meiðslum. Eftir að þú hefur fjarlægt
rafhlöðuna, skaltu fara með
búnaðinn til viðurkennds
þjónustuaðila Nikon til athugunar.
A Ekki taka myndavélina í sundur
Ef innra gangvirki vörunnar er snert,
getur það valdið meiðslum. Komi til
bilunar, ætti varan aðeins að vera
löguð af viðurkenndum
tæknimanni. Skyldi varan brotna og
opnast eftir fall eða annað slys,
skaltu fjarlægja rafhlöðuna og/eða
straumbreytinn og fara því næst
með vöruna til viðurkennds
þjónustuaðila Nikon til athugunar.
Þetta tákn merkir viðvaranir. Til að fyrirbyggja möguleg slys, skaltu lesa
allar viðvaranir áður en þú notar þessa Nikon vöru.
A