Notendahandbók

xiv
A Ekki nota nærri eldfimum lofttegundum
Ekki nota rafbúnað nálægt
eldfimum lofttegundum þar sem
það getur valdið sprengingu eða
íkveikju.
A Geymist þar sem börn ná ekki til
Ef ekki er farið eftir þessum
varúðarráðstöfunum getur það
valdið meiðslum.
Athugaðu að þar
að auki geta smáhlutir valdið
köfnunarhættu.
Ef barn kyngir
einhverjum hluta af þessum búnaði,
hafðu þá strax samband við lækni.
A Ekki setja ólina utan um hálsinn á barni eða
ungabarni
Sé myndavélarólin sett utan um háls
ungabarns eða barns getur það
valdið kyrkingu.
A Ekki snerta myndavélina, rafhlöðuna eða
hleðslutækið í lengri tíma meðan kveikt er
á tækinu eða þegar þau eru í notkun
Hlutar tækisins verða heitir.
Ef tækið
er látið vera í beinni snertingu við
húðina í lengri tíma getur það valdið
lághita bruna.
A Gættu varúðar við meðhöndlun
rafhlaðanna
Rafhlöður geta lekið eða sprungið
séu þær ekki rétt meðhöndlaðar.
Fylgdu eftirfarandi
varúðarleiðbeiningum við
meðhöndlun rafhlaðanna sem
notaðar eru fyrir þessa vöru:
Eingöngu skulu notaðar rafhlöður
sem samþykktar hafa verið til
notkunar með þessu tæki.
Ekki má valda skammhlaupi í
rafhlöðunni eða taka hana í sundur.
Gakktu úr skugga um að slökkt sé á
búnaðinum áður en skipt er um
rafhlöðu. Ef þú ert að nota
straumbreyti, skaltu ganga úr
skugga um að hann hafi verið tekinn
úr sambandi.
Ekki skal reyna að setja rafhlöðuna í
á hvolfi eða öfuga.
Rafhlaðan má ekki komast í
snertingu við eld eða mikinn hita.
Það má ekki setja rafhlöðuna í eða
nálægt vatni.
Settu hlífina aftur á tengin þegar
rafhlaðan er flutt til. Ekki flytja eða
geyma rafhlöðuna með
málmhlutum svo sem hálsmenum
eða hárspennum.
Rafhlöður geta lekið þegar þær hafa
verið tæmdar að fullu. Til að forðast
skaða á vörunni, skaltu vera viss um
að fjarlægja rafhlöðuna þegar engin
hleðsla er eftir.
Tengjahlífin skal sett aftur á og
rafhlaðan geymd á svölum, þurrum
stað, þegar hún er ekki í notkun.
Rafhlaðan getur verið heit strax eftir
notkun eða þegar varan hefur verið
látin ganga fyrir rafhlöðu í lengri
tíma. Áður en þú fjarlægir
rafhlöðuna, skaltu slökkva á
myndavélinni og leyfa rafhlöðunni
að kólna.
Hætta skal notkun tafarlaust ef tekið
er eftir breytingum á rafhlöðunni,
svo sem aflitun eða afmyndun.