Notendahandbók
136
Z
A Myndaröð með fráviki á lýsingu og flassi
Þegar hæg raðmyndataka og hröð raðmyndataka er notuð verður gert hlé á
myndatökunni þegar sá fjöldi mynda sem tilgreindur er í
frávikslýsingarkerfinu hefur verið tekinn.
Myndatakan mun halda áfram
næst þegar ýtt er á afsmellarann.
Í sjálftakarastillingu, mun myndavélin
taka þann fjölda mynda sem er valinn í skrefi 2 á blaðsíðu 133 í hvert sinn
sem ýtt er á afsmellarann, sama hvaða valkostur er valinn í sérstillingu c3
(Self-timer (sjálftakari)) > Number of shots (fjöldi mynda) (0 291). Bilinu
milli takna er hins vegar stýrt af sérstillingu c3 (Self-timer (sjálftakari)) >
Interval between shots (tími milli takna).
Í öðrum stillingum, verður ein
mynd tekin í hvert sinn sem ýtt er á afsmellarann.
Ef minniskortið fyllist áður en allar myndir í röðinni hafa verið teknar,
geturðu haldið áfram frá næstu mynd í röðinni eftir að skipt hefur verið um
minniskort eða myndum hefur verið eytt til að skapa rými á minniskortinu.
Ef slökkt er á myndavélinni áður en búið er að taka allar myndir í röðinni,
mun frávikslýsing halda áfram frá næstu mynd í röðinni þegar kveikt er aftur
á myndavélinni.
A Frávikslýsing
Myndavélin breytir lýsingu með því að breyta lokarahraða og ljósopi
(sérstilling með sjálfvirkni), ljósopi (sjálfvirkni með forgangi lokara) eða
lokarahraða (sjálfvirkni með forgangi á ljósop, handvirk lýsingarstilling).
Ef On (kveikt) er valið fyrir ISO sensitivity settings
(ISO-ljósnæmisstillingar) > Auto ISO sensitivity control (sjálfvirk
ISO-ljósnæmisstýring) (0 111) í stillingum e, f og g mun myndavélin stilla
lýsingu með því að breyta ISO-ljósnæmi og aðeins stilla lokarahraða og/eða
ljósop ef farið er yfir takmarkið á lýsingarkerfi.
Hægt er að nota sérstillingu
e6 (Auto bracketing (Mode M) (sjálfvirk frávikslýsing (M-stilling)),
0 308) til að breyta hvernig myndavélin sýnir myndaröð með fráviki á
lýsingu og flassi í handvirkri lýsingarstillingu.
Frávikslýsing getur verið
notuð með breytilegu flassstigi ásamt lokarahraða og/eða ljósopi, eða
einungis með breytilegu flassstigi.