Notendahandbók

140
Z
❚❚ Hætta við frávikslýsingu
Til að hætta við frávikslýsingu, ýttu á D hnappinn og snúðu
aðalstjórnskífunni þar til fjöldi mynda í frávikslýsingarröðinni er núll
(r) og W er ekki lengur sýnilegt.
Það kerfi sem var síðast virkt mun
endurstillast næst þegar tími frávikslýsingar er virkjaður.
Frávikslýsingu er einnig hætt að hætta við með því að nota tveggja
hnappa endurstillingu (0 193), þó mun frávikslýsingarkerfið í þessum
tilfellum ekki endurstillast næst þegar tími frávikslýsingar er virkjaður.
A Myndaröð með fráviki á hvítjöfnun
Myndaröð með fráviki á hvítjöfnun er ekki í boði í myndgæðum NEF (RAW).
Með því að velja NEF (RAW), NEF (RAW)+JPEG fine (NEF (RAW)+JPEG
hágæða), NEF (RAW)+JPEG normal (NEF (RAW)+JPEG eðlilegt), eða NEF
(RAW)+JPEG basic (NEF (RAW)+JPEG grunn) afturkallast myndaröð með
fráviki á hvítjöfnun.
Myndaröð með fráviki á hvítjöfnun hefur einungis áhrif á litahitastig
(brúnleita-bláa ásinn í skjámynd fyrir fínstillingu hvítjöfnunar, 0 149).
Engar
breytingar verða á græna-blárauða ásnum.
Í sjálftakarastillingu, verður fjöldi afrita sem er tilgreindur í
hvítjöfnunarkerfinu búinn til í hvert sinn sem smellt er af, sama hvaða
valkostur er valinn í sérstillingu c3 (Self-timer (sjálftakari)) > Number of
shots (fjöldi mynda) (0 291).
Ef slökkt er á myndavélinni þegar aðgangsljós minniskortsins er logandi,
mun myndavélin einungis slökkva á sér þegar allar ljósmyndirnar í röðinni
hafa verið vistaðar.