Notendahandbók
144
Z
❚❚ Hætta við frávikslýsingu
Til að hætta við frávikslýsingu, ýttu á D hnappinn og snúðu
aðalstjórnskífunni þar til fjöldi mynda í frávikslýsingarröðinni er núll
(r) og d er ekki lengur sýnilegt.
Það kerfi sem var síðast virkt mun
endurstillast næst þegar tími frávikslýsingar er virkjaður.
Frávikslýsingu er einnig hætt að hætta við með því að nota tveggja
hnappa endurstillingu (0 193), þó mun frávikslýsingarkerfið í þessum
tilfellum ekki endurstillast næst þegar tími frávikslýsingar er virkjaður.
A ADL-frávikslýsing
Þegar hæg raðmyndataka og hröð raðmyndataka er notuð verður gert hlé á
myndatökunni þegar fjöldi þeirra mynda sem tilgreindur er í
frávikslýsingarkerfinu hefur verið tekinn.
Myndatakan mun halda áfram
næst þegar ýtt er á afsmellarann.
Í sjálftakarastillingu, mun myndavélin
taka þann fjölda mynda sem er valinn í skrefi 2 á blaðsíðu 141 í hvert sinn
sem ýtt er á afsmellarann, sama hvaða valkostur er valinn í sérstillingu c3
(Self-timer (sjálftakari)) > Number of shots (fjöldi mynda) (0 291); Bilinu
milli takna er hins vegar stýrt af sérstillingu c3 (Self-timer (sjálftakari)) >
Interval between shots (tími milli takna).
Í öðrum stillingum verður ein
mynd tekin í hvert sinn sem ýtt er á afsmellarann.
Ef minniskortið fyllist áður en allar myndir í röðinni hafa verið teknar,
geturðu haldið áfram frá næstu mynd í röðinni eftir að skipt hefur verið um
minniskort eða myndum hefur verið eytt til að skapa rými á minniskortinu.
Ef slökkt er á myndavélinni áður en búið er að taka allar myndir í röðinni,
mun frávikslýsing halda áfram frá næstu mynd í röðinni þegar kveikt er aftur
á myndavélinni.