Notendahandbók

xv
A Fylgja skal viðeigandi varúðarráðstöfunum
við meðhöndlun hleðslutækisins
Vörunni ber halda þurri. Ef ekki er
farið eftir þessum
varúðarleiðbeiningum, getur það
valdið eldi eða rafstuði.
Ryk á, eða nærri málmhlutum
innstungunnar skal fjarlægt með
þurrum klút. Áframhaldandi notkun
getur orsakað eld.
Ekki handleika rafmagnssnúruna
eða fara nærri hleðslutækinu í
þrumuveðri. Ef ekki er farið eftir
þessum varúðarleiðbeiningum,
getur það valdið rafstuði.
Ekki breyta, skemma, beygja eða
toga harkalega í rafmagnssnúruna.
Það skal ekki setja hana undir þunga
hluti eða láta hana komast í
snertingu við hita eða eld. Skyldi
einangrunin skemmast svo sjáist í
vírana, skal fara með
rafmagnssnúruna til þjónustuaðila
sem samþykktur er af Nikon til
skoðunar. Ef ekki er farið eftir
þessum varúðarleiðbeiningum,
getur það valdið eldi eða rafstuði.
Ekki handleika innstunguna eða
hleðslutækið með blautum
höndum. Ef ekki er farið eftir þessum
varúðarleiðbeiningum, getur það
valdið rafstuði.
Ekki nota með ferðastraumbreytum
eða straumbreytum sem hannaðir
eru til að breyta frá einni spennu yfir
í aðra eða með DC-í-AC áriðlum. Ef
ekki er farið eftir þessum
varúðarleiðbeiningum, getur það
skaðað vöruna eða orsakast í
ofhitnun eða eldi.
A Nota skal viðeigandi snúrur
Þegar snúrur eru tengdar við
inntaks- og úttakstengi skal
eingöngu nota snúrur sem fylgja
eða eru seldar af Nikon til að
uppfylla kröfur þeirra reglugerða
sem varða vöruna.
A Geisladiskar
Geisladiskar með hugbúnaði eða
leiðarvísum skulu ekki spilaðir í
hljómtækjum. Sé slíkur geisladiskur
spilaður í hljómtækjum getur það
valdið heyrnarskaða eða
skemmdum á tækjunum.
A Ekki beina flassinu að stjórnanda eða
vélknúnu ökutæki
Ef ekki er farið eftir þessum
varúðarráðstöfunum getur það
valdið slysum.
A Sýna skal aðgát þegar flassið er notað
Ef myndavélin er notuð með flassi í
námunda við húð eða aðra hluti
getur það valdið bruna.
Sé flassið notað í námunda við augu
myndefnisins, getur það valdið
tímabundnum sjónerfiðleikum.
Þessa skal sérstaklega gæta þegar
teknar eru myndir af ungabörnum,
þar sem flassið ætti aldrei að vera
minna en einn metri frá
myndefninu.
A Forðast skal snertingu við vökvakristal
Skyldi skjárinn brotna, skal varast
meiðsli vegna glerbrota og
fyrirbyggja að vökvakristallinn úr
skjánum snerti húðina eða fari í
augu eða munn.