Notendahandbók
148
r
Fínstilla hvítjöfnun
Hægt er að „fínstilla“ hvítjöfnun til að leiðrétta breytingar á lit ljósgjafa
eða til að bæta vísvitandi litblæ inn í mynd.
Hvítjöfnun er fínstillt með
því að nota White balance (hvítjöfnun) valkostinn í tökuvalmyndinni
eða með því að ýta á U hnappinn og snúa undirstjórnskífunni.
❚❚ Hvítjöfnunarvalmyndin
1 Veldu
hvítjöfnunarvalkostinn í
tökuvalmyndinni.
Ýttu á G hnappinn til að
birta valmyndirnar.
Veldu
White balance (hvítjöfnun)
í tökuvalmyndinni, veldu
síðan hvítjöfnunarvalkostinn og ýttu á 2.
Ef valkostur annar en
Auto (sjálfvirkt), Fluorescent (flúrljós), Choose color temp.
(veldu litahitastig) eða Preset manual (handvirk forstilling) er
valinn, haltu áfram í skref 2.
Ef Auto (sjálfvirkt) eða Fluorescent
(flúrljós) er valið, veldu lýsingartegund og ýttu á 2.
Frekari
upplýsingar um fínstillingu forstilltrar hvítjöfnunar er að finna á
blaðsíðu 159.
G hnappur










