Notendahandbók
150
r
A Fínstilling hvítjöfnunar
Litirnir á fínstillingarásunum eru afstæðir, ekki algildir. Til dæmis, ef
bendillinn er færður að B (blár) þegar „hlý“ stilling eins og J (Incandescent
(glóðarperulýsing)) er valin fyrir hvítjöfnun veldur það því að ljósmyndir
verða örlítið „kaldari“ en mun ekki gera þær bláar í raun og veru.
A „Míred“
Hver breyting sem gerð er á litahitastigi hefur í för með sér meiri breytingar
á litum á lágum litahitastigum en á litum á hærri litahitastigum.
Til dæmis
leiðir breyting um 1000 K af sér mun meiri breytingar á litum á 3000 K en á
6000 K.
Míred, sem er reiknað út með því að margfalda litahitastigið í öfugu
hlutfalli með 10
6
, er mælieining sem tekur slíkan margbreytileika með í
reikninginn og er því sú eining sem notuð er í leiðréttingarsíum fyrir
litahitastig.
T.d.:
• 4000 K–3000 K (munur um 1000 K)=83 míred
• 7000 K-6000 K (munur um 1000 K)=24 míred