Notendahandbók
154
r
Handvirk stilling
Handvirk forstilling er notuð til að vista og kalla fram sérsniðnar
stillingar fyrir hvítjöfnun fyrir myndatöku við blandaða lýsingu eða til
að leiðrétta ljósgjafa með sterkum litblæ.
Hægt er að geyma í
myndavélinni allt að fjögur gildi forstilltrar hvítjöfnunar í forstillingum
d-1 til d-4.
Tvær aðferðir eru í boði þegar stilla á forstillta hvítjöfnun:
Aðferð Lýsing
Bein mæling
Hlutlaus grár eða hvítur hlutur er látinn undir þá
lýsingu sem mun verða notuð í lokaljósmyndinni og
hvítjöfnun er mæld með myndavélinni (0 155).
Afrit af ljósmynd sem fyrir er
Hvítjöfnun er vistuð af mynd yfir á minniskort
(0 158).
A Forstilling hvítjöfnunar
Breytingar á forstillingu hvítjöfnunar eiga við um alla tökuvalmyndarbanka
(0 269).
Staðfestingargluggi mun birtast ef notandinn reynir að breyta
forstillingu hvítjöfnunar sem búin er til í öðrum tökuvalmyndarbanka.
A Mæling á forstillingu hvítjöfnunar
Handvirka forstillingu hvítjöfnunar er ekki hægt að mæla meðan á
myndatöku með skjá (0 45, 59) stendur, meðan þú tekur HDR ljósmyndir
(0 176) eða með ítrekaðri lýsingu (0 195), eða þegar Record movies
(upptaka hreyfimynda) er valið fyrir sérstillingu g4 (Assign shutter
button (tengja lokarahnapp), 0 324).










