Notendahandbók
167
J
D „A“ (sjálfvirkt)
Útkoma sjálfvirkrar skerpu, birtuskila og
litamettunar breytist eftir lýsingu og staðsetningu
myndefnisins í rammanum.
Notaðu gerð G eða D
linsu til að ná betri árangri.
Táknin fyrir Picture
Controls sem nota sjálfvirk birtuskil og litmettun
birtast græn í Picture Control hnitanetinu og línur
birtast samsíða ásum hnitanetsins.
A Picture Control hnitanetið
Sé ýtt á W hnappinn í skrefi 2 á blaðsíðu 165 birtir
það Picture Control hnitanet, sem sýnir birtuskil og
litamettun fyrir valdar Picture Control samanborið
við aðrar Picture Controls (eingöngu litamettun er
birt þegar Monochrome (einlitt) er valið).
Slepptu W hnappinum til að fara aftur í valmynd
Picture Control.
A Fyrri stillingar
Línan undir gildaskjámynd í valmyndinni fyrir
stillingar Picture Control, sýnir fyrri gildi þeirrar
stillingar.
Þetta skal nota sem viðmið þegar
stillingum er breytt.
A Filter Effects (síuáhrif (eingöngu einlitt))
Valkostirnir í þessari valmynd líkja eftir áhrifum litasía fyrir einlitar
ljósmyndir.
Eftirfarandi síuáhrif eru í boði:
Valkostur Lýsing
Y Gulur
Eykur birtuskil.
Má nota til að draga úr birtu himinsins í
landlagsljósmyndum.
Appelsínugulur gefur meiri birtuskil
en gulur, rauður meiri en appelsínur.
O Appelsínugulur
R Rauður
G Grænn
Mýkir litatóna húðarinnar.
Er hægt að nota fyrir
andlitsmyndir.
Athugaðu að áhrifin sem fást með Filter effects (síuáhrifum) eru ýktari en
þau sem fást með eiginlegum glersíum.