Notendahandbók
Þakka þér fyrir að festa kaup á stafrænni Nikon spegilmyndavél (SLR).
Þessi handbók er bæði fyrir D800 og D800E stafrænar myndavélar;
aðgerðir eru eins, nema annað sé tekið fram. Myndirnar sýna D800
myndavélina.
Til að fá sem mest út úr myndavélinni þinni skaltu lesa
allar leiðbeiningar vandlega og geyma þær þar sem allir sem munu
nota vöruna geta lesið þær.
Tákn og auðkenni
Til að auðvelda leit að upplýsingum eru eftirfarandi tákn og auðkenni notuð:
Valmyndaratriði, valkostir og skilaboð sem birt eru á skjá myndavélarinnar eru
feitletruð.
Stillingar myndavélar
Útskýringarnar í þessari handbók gera ráð fyrir sjálfgefnum stillingum.
Hjálp
Notaðu innbyggt hjálparviðmót myndavélarinnar til að fá aðstoð við atriði í
valmynd eða önnur atriði. Sjá blaðsíðu 18 fyrir nánari upplýsingar.
D
Þetta tákn merkir viðvörun; upplýsingar sem ætti að lesa fyrir notkun til
að koma í veg fyrir skemmdir á myndavélinni.
A
Þetta tákn merkir athugasemdir; upplýsingar sem ætti að lesa áður en
myndavélin er tekin í notkun.
0
Þetta tákn merkir vísanir til annarra blaðsíðna í þessari handbók.
A Öryggisatriði
Áður en þú notar myndavélina í fyrsta sinn, skaltu lesa
öryggisleiðbeiningarnar undir „Öryggisatriði“ (0 xiii–xv).