Notendahandbók
xviii
Losun gagnageymslubúnaðar
Vinsamlega athugaðu að þó þú eyðir myndum eða endursníðir minniskortin eða annan
gagnageymslubúnað þá mun það ekki eyða upprunalegu myndgögnunum að öllu leyti.
Stundum er hægt að endurheimta skrár sem hefur verið eytt með til þess gerðum
hugbúnaði, sem hugsanlega getur leitt til óviðeigandi notkunar á persónulegum
myndgögnum. Það er á ábyrgð notandans að tryggja leynd slíkra gagna.
Áður en slíkur gagnageymslubúnaður er losaður eða skiptir um eigendur skaltu
eyða öllum gögnum með þar til gerðum hugbúnaði fyrir eyðingu gagna eða
endursníða búnaðinn og síðan fylla hann af myndum með engum persónulegum
upplýsingum (t.d. myndum af tómum himni). Vertu viss um að endurnýja allar
myndir sem valdar voru fyrir handvirka forstillingu (0 158). Það skal gæta þess að
forðast meiðsli þegar gagnageymslubúnaður er eyðilagður.
Tilkynning varðandi bann við afritun og endurgerð
Athuga skal að það að hafa undir höndum efni sem hefur verið afritað eða endurgert
með stafrænum hætti með skanna, stafrænni myndavél eða öðru tæki getur verið
refsivert samkvæmt lögum.
• Hlutir sem bannað er samkvæmt lögum að afrita
eða endurgera
Ekki afrita eða endurgera peningaseðla,
mynt, verðbréf, ríkisskuldabréf eða
skuldabréf sem gefin eru út af
staðaryfirvöldum, jafnvel þótt slík afrit
eða endurgerðir séu stimplaðar
„Sýnishorn“.
Fjölföldun eða endurgerð peningaseðla,
mynta eða verðbréfa sem gefin eru út í
öðru landi er bönnuð.
Nema að gefnu leyfi stjórnvalda, er
fjölföldun eða endurgerð ónotaðra
frímerkja eða póstkorta sem gefin eru út
af stjórnvöldum bönnuð.
Afritun eða endurgerð frímerkja sem
gefin eru út af ríkinu og löggiltra skjala
sem mælt er fyrir um í lögum er bönnuð.
• Varúð varðandi viss afrit og endurgerðir
Stjórnvöld hafa gefið út viðvörun um afrit
og endurgerðir skuldabréfa sem gefin eru
út af einkafyrirtækjum (hlutabréf, seðlar,
ávísanir, gjafakort, o.s.fr.v.) farseðlar eða
afsláttamiðar, nema þegar að
lágmarksfjöldi nauðsynlegra afrita er
ætlaður til notkunar innan fyrirtækisins.
Það skal ekki heldur afrita eða endurgera
vegabréf sem gefin eru út af
stjórnvöldum, leyfi gefin út af opinberum
stofnunum eða einkaaðilum, skilríki eða
miða, svo sem passa og matarmiða.
• Fylgja skal ábendingum um útgáfurétt.
Afritun eða endurgerð höfundaverka svo
sem bóka, tónlistar, málverka, trérista,
þrykks, korta, teikninga, kvikmynda og
ljósmynda fellur undir innlenda og
alþjóðlega höfundarréttarlöggjöf. Ekki
nota þessa vöru til að búa til ólögleg afrit
eða brjóta höfundarréttarlög.