Notendahandbók
183
l
Flassstillingar
D800 styður eftirfarandi flassstillingar:
Flassstilling Lýsing
Samstillt við
fremra
lokaratjald
Mælt er með þessari stillingu fyrir flestar aðstæður.
Í
sérstilling með sjálfvirkni og sjálfvirkni með forgangi á
ljósop, er lokarahraði stilltur sjálfvirkt á gildi milli
1
/250 og
1
/60 sek. (
1
/8.000 til
1
/60 sek. þegar aukaflassbúnaður er
notaður með sjálfvirku FP háhraðasamstillingu; 0 299).
Lagfæring á
rauðum augum
Ljós til að laga rauð augu lýsir í um það bil eina sekúndu á
undan aðalflassinu.
Augasteinar í augum myndefnisins
dragast saman og minnka þannig rauð augu sem flassið
veldur stundum.
Út af þessari einnar sekúndu töf á seinkun
á opnun lokara, er ekki mælt með þessari stillingu þegar
mynd er tekin af myndefni á hreyfingu eða við aðrar
aðstæður þar sem hraður lokari er nauðsynlegur.
Forðist að
hreyfa myndavélina á meðan ljós til að lagfæra rauð augu er
kveikt.
Lagfæring á
rauðum augum
með hægri
samstillingu
Sameinar lagfæringu á rauðum augum með hægri
samstillingu.
Notað þegar andlitsmyndir eru teknar með
næturlandslag í bakgrunni.
Er aðeins í boði í sérstillingu
með sjálfvirkni og lýsingarstillingu fyrir sjálfvirkni með
forgangi á ljósop.
Mælt er með notkun þrífótar til að koma í
veg fyrir hreyfðar myndir vegna hristings á myndavél.
Hæg
samstilling
Flassið er sameinað með hægum lokarahraða niður i 30 sek.
til að ná bæði myndefni og bakgrunni að nóttu til eða í lítilli
lýsingu.
Þessi stilling er aðeins í boði í sérstillingu með
sjálfvirkni og lýsingarstillingu fyrir sjálfvirkni með forgangi á
ljósop.
Mælt er með notkun þrífótar til að koma í veg fyrir
hreyfðar myndir vegna hristings á myndavél.
Samstillt við
aftara
lokaratjald
Í sjálfvirkni með forgangi lokara eða handvirkri
lýsingarstillingu, lýsir flassið rétt áður en
lokarinn lokast.
Notað til að kalla fram
ljósstraum fyrir aftan myndefni á hreyfingu.
Í
sérstillingu með sjálfvirkni og sjálfvirkni með forgangi á
ljósop, er hæg samstilling við aftara lokaratjald notuð til að
ná bæði myndefninu og bakgrunninum.
Mælt er með
notkun þrífótar til að koma í veg fyrir hreyfðar myndir vegna
hristings á myndavél.