Notendahandbók
185
l
A Stilling fyrir stjórnun á flassi
Myndavélin styður eftirfarandi i-TTL stillingar fyrir stjórnun á flassi:
• i-TTL jafnað fylliflass fyrir stafrænar SLR-myndavélar: Flassbúnaður gerir nánast
ósýnilega prófun (prófun á flassi) strax á undan aðalflassinu. Um það bil
91K (91.000) pixla RGB-flaga nemur prófun á flassi sem endurspeglast frá
myndefnum í öllu svæði rammans og er greind í samræmi við svið
upplýsinga frá fylkisljósmælingarkerfinu til að stilla útkomu flassins frá
náttúrulegu jafnvægi milli aðal myndefnisins og umhverfislýsingar
bakgrunnsins. Ef linsa af gerð G eða D er notuð, eru fjarlægðarupplýsingar
notaðar þegar flassstyrkur er reiknaður. Nákvæmni útreikninga er hægt að
auka fyrir linsur án CPU með því að nota linsugögn (brennivídd og stærsta
ljósop; sjá 0 212). Ekki í boði þegar punktmæling er notuð.
• Standard i-TTL flash for digital SLR (Venjulegt i-TTL flass fyrir stafræna SLR-myndavél):
Flassstyrkur er stilltur til að færa lýsingu í ramma í eðlilegt horf; birta
bakgrunnsins er ekki tekin með í reikninginn.
Mælt er með því fyrir myndir
þar sem áherslan er á aðalmyndefnið á kostnað atriða í bakgrunni eða
þegar leiðrétting á lýsingu er notuð.
Staðlað i-TTL flass fyrir stafræna SLR
verður sjálfkrafa virkt þegar punktmæling er valin.
Hægt er að velja stillingu fyrir stjórnun á flassi fyrir innbyggða flassið
með sérstillingu e3 (Flash cntrl for built-in flash (flassstýring fyrir
innbyggt flass), 0 301).
Upplýsingar á skjánum sýna stillinguna fyrir
stjórnun á flassi fyrir innbyggða flassið eins og skráð er hér:
Samstilling flass Sjálfvirkt FP (0 299, 300)
i-TTL
—
Manual (Handvirkt)
—
Repeating flash (Endurtekið
flass)
—
Commander mode
(Stjórnandastilling)