Notendahandbók

xix
Eingöngu skal nota rafmagnsaukabúnað frá Nikon
Nikon myndavélar eru hannaðar samkvæmt hæstu stöðlum og innihalda flóknar rafrásir.
Eingöngu rafmagnsaukabúnaður frá Nikon (að meðtöldum hleðslutækjum fyrir rafhlöðu,
rafhlöðum, straumbreytum og flassaukabúnaði), vottaður af Nikon til notkunar með
þessari stafrænu Nikon myndavél, er hannaður og prófaður til notkunar innan notkunar-
og öryggistakmarkanna fyrir þessar rafrásir.
Sé rafmagnsaukabúnaður notaður sem ekki er frá Nikon, getur það
skaðað myndavélina og getur ógilt Nikon ábyrgðina. Notkun á litíum-
hleðslurafhlöðum frá þriðja aðila sem ekki bera heilmyndarinnsigli Nikon,
sýnt til hægri, getur truflað eðlilega virkni myndavélarinnar eða valdið
ofhitnun, íkveikju, sprengingu eða leka í rafhlöðunni.
Hafðu samband við viðurkenndan umboðsaðila Nikon til þess að fá frekari upplýsingar
um aukabúnað frá Nikon.
AVC Patent Portfolio License
ÞESSI VARA ER SKRÁÐ UNDIR LEYFINU AVC PATENT PORTFOLIO LICENSE FYRIR EINKANOT NEYTANDA, EN
EKKI Í VIÐSKIPTALEGUM TILGANGI, TIL (i) DULKÓÐA MYNDSKEIÐ SEM UPPFYLLIR AVC-STAÐALINN
("AVC-MYNDSKEIÐ") OG/EÐA (ii) AFKÓÐA AVC-MYNDSKEIÐ SEM VAR DULKÓÐAÐ AF NEYTANDA TIL
EINKANOTA, EN EKKI Í VIÐSKIPTALEGUM TILGANGI, OG/EÐA FENGIÐ VAR FRÁ MYNDSKEIÐAVEITU SEM
HEFUR HEIMILD TIL GEFA ÚT AVC-MYNDSKEIÐ. ENGIN ÖNNUR LEYFI ERU VEITT BEINT EÐA ÓBEINT FYRIR
AÐRA NOTKUN. FREKARI UPPLÝSINGAR ER HÆGT NÁLGAST HJÁ MPEG LA, L.L.C. S
http://www.mpegla.com.
D Notaðu eingöngu aukabúnað frá Nikon
Eingöngu aukabúnaður sem vottaður hefur verið af Nikon til notkunar með
þessari stafrænu Nikon myndavél er hannaður og prófaður til notkunar
innan notkunar- og öryggisskilyrða myndavélarinnar.
NOTKUN Á AUKABÚNAÐI
SEM EKKI ER FRÁ NIKON GETUR LEITT TIL SKEMMDA Á MYNDAVÉLINNI OG KANN ÓGILDA
ÁBYRGÐINA FRÁ NIKON.
D Viðhald myndavélarinnar og aukabúnaðar
Myndavélin er nákvæmisbúnaður og þarfnast reglulegrar þjónustu.
Nikon
mælir með því að myndavélin sé skoðuð af söluaðila eða viðurkenndum
þjónustufulltrúa Nikon einu sinni á eins til tveggja ára fresti og að gert sé við
hana á þriggja til fimm ára fresti (athugaðu að gjald er tekið fyrir þessa
þjónustu).
Mælt er með tíðara eftirliti og viðhaldi ef myndavélin er notuð í
starfi.
Allur fylgibúnaður sem reglulega er notaður með myndavélinni, svo
sem linsur eða aukaflassbúnaður, þarf að fylgja með þegar myndavélin er
skoðuð eða þjónustuð.