Notendahandbók
186
l
D Innbyggða flassið
Notað með linsum með brennivíddir 24–300 mm í FX-sniði (0 375).
Linsuhúddið er fjarlægt til að koma í veg fyrir skugga.
Lágmarkssvið flassins
er 0,6 m og ekki hægt að nota fyrir makrósvið makróaðdráttalinsa.
i-TTL-flassstýring er í boði við ISO-ljósnæmi milli 100 og 6400; við aðra
ljósnæmi, getur verið að ekki sé hægt að fá útkomuna sem óskað er eftir við
sum drægi eða gildi ljósops.
Ef flassið smellir af í raðmyndatöku (0 103), aðeins ein ljósmynd verður
tekin í hvert sinn sem ýtt er á afsmellarann.
Afsmellarinn kann að vera óvirkur um stund til að vernda flassið eftir að búið
er að nota það í nokkrar myndatökur í röð.
Hægt er að nota flassið aftur eftir
stutta bið.
A Sjá einnig
Sjá blaðsíðu 190 fyrir upplýsingar um hvernig á að læsa flassgildið (FV) fyrir
ljósmælt myndefni áður en ljósmynd er endurrömmuð.
Upplýsingar um sjálfvirk FP háhraðasamstillingu og val á samstillingarhraða
flassins, eru í sérstillingu e1 (Flash sync speed (samstillingarhraði
flassins), 0 299).
Upplýsingar um að val á hægasta mögulega lokarahraða
þegar flassið er notað, eru í sérstillingu e2 (Flash shutter speed
(lokarahraði flassins), 0 300).
Upplýsingar um flassstýringu og notkun
innbyggða flassins í stýristillingum, eru í sérstillingu e3 (Flash cntrl for
built-in flash (flassstýring fyrir innbyggt flass), 0 301).
Sjá blaðsíðu 380 fyrir upplýsingar um notkun aukaflassbúnaðar.