Notendahandbók

xx
A Áður en mikilvægar myndir eru teknar
Áður en teknar eru myndir við mikilvæg tækifæri (svo sem brúðkaup eða
áður en myndavélin er tekin með í ferðalag), skaltu taka prufumynd til að
ganga úr skugga um að myndavélin virki sem skyldi. Nikon tekur enga
ábyrgð á skemmdum eða tekjutapi sem gætu komið til ef varan bilar.
A Símenntun
Nikon styður símenntun með stöðugum vörustuðningi og þjálfun og á
eftirfarandi vefsvæðum er að finna upplýsingar sem stöðugt er verið að þróa
og uppfæra:
Fyrir notendur í Bandaríkjunum: http://www.nikonusa.com/
Fyrir notendur í Evrópu og Afríku: http://www.europe-nikon.com/support/
Fyrir notendur í Asíu, Eyjaálfu og Mið-Austurlöndum: http://www.nikon-asia.com/
Hægt er að fara á þessar síður til að fá nýjustu vöruupplýsingar, ráð, svör við
algengum spurningum (FAQ) og almenn ráð um stafræna myndgerð og
ljósmyndun. Hugsanlega er hægt að nálgast viðbótarupplýsingar hjá
umboðsaðila Nikon á hverjum stað. Sjá eftirfarandi vefsíðu fyrir
sambandsupplýsingar: http://imaging.nikon.com/