Notendahandbók

226
I
A Aðdráttur í myndskoðun
Til að auka aðdrátt þegar stuðlarit er sýnt er ýtt á
X
.
Notaðu
X
og
W
hnappana til að auka og minnka
aðdrátt og flettu myndinni með fjölvirka
valtakkanum.
Stuðlaritið er uppfært svo það sýnir
aðeins upplýsingarnar fyrir þann hluta myndarinnar
sem sést á skjánum.
A Stuðlarit
Stuðlarit myndavéla eru aðeins ætluð til leiðbeiningar og geta verið ólík
þeim sem sýnd eru í myndvinnsluforritum.
Hér að neðan eru sýnishorn af
stuðlaritum:
Ef myndin inniheldur hluti með gleiðu
birtu verður dreifing litatóna frekar jöfn.
Ef myndin er dökk dreifast litatónar til
vinstri.
Ef myndin er björt dreifast litatónar til
hægri.
Aukning á leiðréttingu á lýsingu færir
dreifingu litatóna til hægri á meðan
minnkun á leiðréttingu á lýsingu færir dreifinguna til vinstri. Stuðlarit geta
gefið grófa hugmynd um heildarlýsingu þegar erfitt er að sjá á skjáinn
vegna mikillar umhverfisbirtu.