Notendahandbók

243
Q
Bein USB-tenging
Tengdu myndavélina með meðfylgjandi UC-E14 USB-snúru.
1 Slökktu á myndavélinni.
2 Kveiktu á tölvunni.
Kveiktu á tölvunni og bíddu á meðan hún ræsir sig.
3 Tengdu USB-snúruna.
Tengdu USB-snúruna eins og sýnt er.
4 Kveiktu á myndavélinni.
D USB-fjöltengi
Tengdu myndavélina beint við tölvuna, ekki tengja snúruna í gegnum
USB-fjöltengi eða lyklaborð.
D USB-snúruklemma
Til að koma í veg fyrir að snúran fari úr sambandi, festu klemmuna eins
og sýnt er.