Notendahandbók

244
Q
5 Ræstu Nikon Transfer 2.
Ef skilaboð birtist og biðja þig um að velja forrit, veldu
Nikon Transfer 2.
6 Smelltu á Start Transfer (byrja flutning).
Í sjálfgefnum stillingum, verða allar myndir
á minniskortinu afritaðar yfir í tölvuna
(frekari upplýsingar um hvernig eigi að
nota Nikon Transfer 2, ræstu ViewNX 2 eða
Nikon Transfer 2 og veldu ViewNX 2 Help
(ViewNX 2 hjálp) úr Help (hjálpar)-
valmyndinni).
7 Slökktu á myndavélinni og taktu USB-snúruna úr
sambandi að flutningi loknum.
Nikon Transfer 2 slekkur sjálfkrafa á sér að flutningi loknum.
A Windows 7
Ef eftirfarandi gluggi birtist, veldu Nikon Transfer 2 eins og lýst er hér að
neðan.
1 Undir Import pictures and
videos (flytja inn myndir og
myndbönd), smellirðu á Change
program (breyta um forrit).
Valgluggi forrita mun birtast;
veldu Import file using
Nikon Transfer 2 (flytja skrár
inn með Nikon Transfer 2) og smelltu á OK.
2 Tvísmelltu á Import file (flytja inn skrá).
D Á meðan á flutningi stendur
Ekki slökkva á myndavélinni eða taka USB-snúruna úr sambandi á
meðan verið er að flytja gögnin.
Start Transfer
(byrjaðu flutning)