Notendahandbók

256
Q
Ljósmyndir skoðaðar í sjónvarpi
Gerð C örpinna High-Definition Multimedia Interface (HDMI)-snúru
(fæst sér frá þriðja söluaðila) er hægt að nota til að tengja myndavélina
við háskerpu myndspilara.
1 Slökktu á myndavélinni.
Alltaf skal slökkva á myndavélinni áður en HDMI-snúran er tengd
eða aftengd.
2 Tengdu HDMI-snúruna eins og sýnt er.
3 Samstilltu tækið við HDMI rásina.
4 Kveiktu á myndavélinni og ýttu á K hnappinn.
Á meðan myndskoðun stendur yfir, eru myndir birtar bæði á skjá
myndavélarinnar og á háskerpu sjónvarpi eða tölvuskjánum.
D Lokaðu hlífinni yfir tenginu
Lokaðu hlífinni yfir tengi myndavélarinnar þegar tengin eru ekki í notkun.
Aðskotahlutir í tengjunum geta truflað gagnaflutning.
Tengdu við
háskerputæki (veldu
snúru með tengi fyrir
HDMI-búnað)
Tengdu við
myndavél