Notendahandbók
257
Q
HDMI valkostir
HDMI valkosturinn í uppsetningarvalmyndinni (0 325) stýrir
upplausn og þróuðum HDMI valkostum.
❚❚ Output Resolution (Upplausn)
Veldu sniðið fyrir flutning mynda í HDMI-tæki.
Sé Auto (sjálfvirkt) valið, mun myndavélin
velja viðeigandi snið sjálfvirkt. Án tillits til
valkostsins sem valinn er, verður Auto
(sjálfvirkt) notað fyrir myndatöku
hreyfimynda með skjá, upptöku hreyfimynda
og myndskoðun.
❚❚ Advanced (Þróað)
Valkostur Lýsing
Output range
(Flutningssvið)
Mælt er með Auto (sjálfvirkt) við flestar aðstæður.
Ef
myndavélin getur ekki ákvarðað rétt flutningssvið fyrir RGB-
myndskeið fyrir HDMI-tæki, getur þú valið úr eftirfarandi
valkostum:
• Limited range (takmarkað svið): Fyrir tæki með flutningssvið
fyrir RGB-myndskeiðsmerki á milli 16 og 235. Veldu
þennan valkost ef þú tekur eftir vöntun á smáatriðum í
skuggum.
• Full range (fullt svið): Fyrir tæki með flutningssvið fyrir RGB-
myndskeiðsmerki á milli 0 og 255. Veldu þennan valkost ef
skuggar eru „þurrkaðir“ út eða of bjartir.
Output display
size (Skjástærð
flutnings)
Veldu lárétt og lóðrétt rammaumfang fyrir HDMI-flutning frá
95% eða 100%.
Live view on-
screen display
(Birt á skjá fyrir
myndatöku með
skjá)
Ef Off (slökkt) er valið þegar myndavélin er tengd við HDMI-
tæki, verða tökuupplýsingar ekki birtar á skjánum meðan á
myndatöku ljósmynda með skjá stendur.