Notendahandbók

274
U
Litrýmið ákvarðar litaskalann sem tiltækur er fyrir endurmyndun lita.
Veldu sRGB fyrir ljósmyndir sem verða prentaðar eð notað „eins og
þær eru“, með engum frekari breytingum.
Adobe RGB hefur breiðan
litaskala og mælt er með honum fyrir myndir sem verða mikið unnar
eða lagfærðar eftir að þær eru teknar úr myndavélinni.
Color Space (Litrými)
G hnappur C tökuvalmynd
A Color space (Litrými)
Litrýmið ákvarðar samsvörunina milli lita og þeirra talnagilda sem tákna þá í
stafrænni myndaskrá.
sRGB litrýmið er notað víða, á meðan Adobe RGB
litrýmið er vanalega notað fyrir blaðaútgáfu og atvinnuprentun.
Mælt er
með sRGB þegar teknar eru ljósmyndir sem á að prenta án breytinga, eða
skoða í forritum sem styðja ekki litabreytingar, eða þegar verið er að taka
ljósmyndir sem á að prenta með ExifPrint, sem er beini
prentunarvalkosturinn á sumum heimilisprenturum, eða prentverslunum
eða annarri prentþjónustu.
Adobe RGB ljósmyndir má einnig prenta með
þessum valkostum, nema litir munu ekki verða eins líflegir.
JPEG ljósmyndir sem teknar eru í Adobe RGB litrýminu eru DCF samhæfðar;
forrit og prentarar sem styðja DCF velja rétt litrými sjálfkrafa.
Ef forritið eða
tækið styður ekki DCF, skal velja viðeigandi litrými handvirkt.
ICC litasnið er
fast í TIFF ljósmyndum sem eru teknar í Adobe RGB litrýminu, og leyfir
forritum sem styðja litabreytingar að velja sjálfkrafa rétt litrými.
Frekari
upplýsingar er vísað til skjalanna sem fylgja með forritinu eða tækinu.
A Nikon hugbúnaður
ViewNX 2 (meðfylgjandi) og Capture NX 2 (fáanlegt sér) velja sjálfkrafa rétt
litrými þegar ljósmyndir sem búnar eru til með myndavélinni eru opnaðar.