Notendahandbók
276
U
Veldu On (kveikt) til að draga úr tunnubjögun í
myndum sem eru teknar með gleiðhornslinsu
og til að draga úr púðabjögun í myndum sem
eru teknar með löngum linsum (athugaðu að
það getur verið að brúnir þess svæðis sem
sýnilegt er í leitaranum verði skorið burt í
lokamyndinni og að sá tími sem það tekur að vinna úr ljósmyndunum
áður en hægt er að vista þær aukist).
Þessi valkostur á ekki við um
hreyfimyndir og er aðeins í boði með G og D gerð af linsum (PC,
fiskauga og ákveðnar aðrar linsur undanskildar); ekki er hægt að
ábyrgjast árangurinn með öðrum linsum. Áður en sjálfvirk
bjögunarstýring er notuð með DX-linsum, veldu þá On (kveikt) fyrir
Auto DX crop (sjálfvirkan DX-skurð) eða veldu myndsvæðið
DX (24×16) 1.5× (0 80); ef aðrir valkostir eru valdir getur það valdið
miklum skurði í ljósmyndum eða ljósmyndir með mikla
yfirborðsbjögun.
Auto Distortion Control (Sjálfvirk
bjögunarstýring)
G hnappur ➜ C tökuvalmynd
A Lagfæra: Distortion Control (Bjögunarstýring)
Fyrir upplýsingar um hvernig á að búa til afrit af ljósmyndum sem fyrir eru
með tunnu- og púðabjögun, sjá blaðsíðu 358.










