Notendahandbók
294
U
Þegar ljósmynd er tekin, nefnir myndavélin
skránna með því að bæta einum við síðasta
skráarnúmer sem var notað.
Þessi valkostur
stýrir því hvort númeraröðun skráanna heldur
áfram frá síðasta númeri sem notað var þegar
ný mappa er búin til, frá því minniskortið var
forsniðið eða nýtt minniskort látið í myndavélina.
d5: File Number Sequence
(Röð skráarnúmera)
G hnappur ➜ A valmynd sérstillinga
Valkostur Lýsing
On
(Kveikt)
Þegar ný mappa er búin til, minniskortið forsniðið eða nýtt
minniskort látið í myndavélina, raðast númer skráanna frá síðasta
númeri sem notað var eða frá hæsta skráarnúmeri í valdri möppu,
hvort þeirra sem er hærra.
Sé ljósmynd tekin þegar valin mappa
inniheldur ljósmynd sem númeruð er 9999, er ný mappa
sjálfkrafa búin til og númeraröðun skráa mun byrja aftur frá 0001.
Off
(Slökkt)
Röð skráarnúmera er endurstillt á 0001 þegar ný mappa er búin
til, minniskortið forsniðið eða nýtt minniskort látið í myndavélina.
Athugaðu að ný mappa er sjálfkrafa búin til ef ljósmynd er tekin
þegar valin mappa inniheldur 999 ljósmyndir.
Reset
(Endurstilla)
Eins og fyrir On (kveikt), nema að næsta ljósmynd sem er tekin
er úthlutað skráarnúmer þar sem einum er bætt við hæsta
skráarnúmer í gildandi möppu.
Ef að mappan er tóm er
skráartölusetningin endurstillt á 0001.
D Röð skráarnúmera
Sé valin mappa númer 999 og inniheldur annað hvort 999 ljósmyndir eða
ljósmynd númer 9999, mun afsmellarinn verða gerður óvirkur og ekki
verður hægt að taka fleiri myndir.
Veldu Reset (endurstilla) í sérstillingu d5
(File number sequence (röð skráarnúmera)) og svo skaltu forsníða
minniskortið eða setja inn nýtt minniskort.










