Notendahandbók

306
U
A Skjámynd samstillingar á flassi
M birtist ekki á skjámynd samstillingar á flassi í stjórnborði þegar – – valið
fyrir Built-in flash (innbyggt flass) > Mode (snið).
A Flassleiðrétting
Flassleiðréttingargildi sem er valið með M (Y) hnappnum og
undirstjórnskífunni er bætt við flassleiðréttingargildi sem er valið fyrir
innbyggða flassið, hóp A og hóp B í Commander mode
(stjórnandastilling) valmyndinni. Y táknið birtist á stjórnborði og í
leitaranum þegar flassleiðréttingargildi annað en ±0 er valið fyrir Built-in
flash (innbyggt flass) > TTL. Y táknið blikkar þegar innbyggða flassið er
stillt á M.
D Stjórnandastilling
Staðsettu skynjaragluggana á fjarstýrða flassbúnaðinum svo þeir nemi ljósið
frá innbyggða flassinu (sérstaka aðgát þarf að sýna ef myndavélin er ekki
sett á þrífót). Vertu viss um að beint ljós eða sterkt endurkast frá fjarstýrða
flassbúnaðinum fari ekki í myndavélalinsuna (í TTL-sniði) eða í ljósnemana á
fjarstýrða flassbúnaðinum (AA-snið), því þetta getur truflað lýsingu. Komdu í
veg fyrir að flassið úr innbyggða flassinu birtist á ljósmyndum sem eru
teknar af stuttu færi, veldu lágt ISO-ljósnæmi eða lítið ljósop (hátt f-tala) eða
notaðu valfrjálst SG-3IR innrautt spjald fyrir innbyggða flassið. SG-3IR er
nauðsynlegt til að ná bestum árangri með samstillingu við samstillt við
aftara lokaratjald, sem framkallar ljósari tímasett flass. Þegar fjarstýrði
flassbúnaðurinn er kominn á sinn stað, taktu þá prufumynd til að sjá
afraksturinn á myndavélarskjánum.
Þó svo að engin takmörk séu fyrir því hversu mikið af fjarstýrða flassbúnaði
er hægt að nota, er gagnlegast að nota ekki fleiri en þrjá. Með fleiri en þrjá
hefur ljósið frá fjarstýrða flassbúnaðinum truflandi áhrif á framkvæmdina.