Notendahandbók
328
U
2 Rammaðu hvítan hlut án útlína í leitaranum.
Þegar linsan er um tíu sentímetra frá vel upplýstum og hvítum
hlut án útlína skaltu láta hlutinn fylla út í leitarann og ýta svo
afsmellaranum niður til hálfs.
Þegar stillt er á sjálfvirkan fókus er fókusinn sjálfkrafa stilltur á
óendanlegt. Í handvirkum fókus verður að velja stillinguna
handvirkt.
3 Viðmiðunargögnum rykhreinsunar safnað.
Ýttu afsmellaranum alla leið niður til að taka safna
samanburðarmynd fyrir rykhreinsun.
Það slokknar á skjánum
þegar ýtt er á afsmellarann.
Ef viðmiðunarhluturinn er of bjartur eða of
dimmur, getur verið að myndavélin geti
ekki safnað samanburðarmynd fyrir
rykhreinsun og skilaboðin hægra megin
munu birtast.
Veldu annan viðmiðunarhlut
og endurtaktu ferlið frá skrefi 1.
D Viðmiðunargögn fyrir samanburðarmynd fyrir rykhreinsun
Sömu viðmiðunargögn er hægt að nota fyrir
ljósmyndir sem teknar eru með öðrum linsum eða
með öðrum ljósopum.
Ekki er hægt að skoða
viðmiðunarmyndir í tölvu með myndvinnslubúnaði.
Rúðumynstur birtist þegar viðmiðunargögn eru
skoðuð í myndavélinni.