Notendahandbók

342
U
Lagfærð afrit búin til
Til að búa til lagfært afrit:
1 Veldu atriði í
lagfæringarvalmyndinni.
Ýttu á 1 eða 3 til að merkja atriði
og ýttu á 2 til að velja.
2 Veldu mynd.
Veldu mynd og ýttu á J (til að
skoða valda mynd á öllum
skjánum, er ýtt á hnappinn X og
honum haldið niðri).
Til að skoða myndir á öðrum stöðum, ýtirðu
á W og velur kortið og möppuna sem
óskað er eftir eins og lýst er á blaðsíðu 221.
3 Veldu lagfæringarvalkosti.
Fyrir frekari upplýsingar, sjá hlutann fyrir valið atriði.
Til að hætta
við án þess að búa til lagfært afrit, ýttu á G.
A Lagfæra
Það má vera að myndavélin geti ekki birt eða
lagfært myndir sem búnar eru til með öðrum
tækjum.
A Tíminn sem líður þangað til skjárinn slekkur á sér
Skjárinn slekkur sjálfkrafa á sér ef ekkert er gert í smá stund. Allar
breytingar sem ekki eru vistaðar tapast. Til að auka tímann sem kveikt er
á skjánum, velurðu lengri birtingartíma valmyndar fyrir sérstillingu c4
(Monitor off delay (Tími sem líður þangað til skjárinn slekkur á sér),
0 292).