Notendahandbók
14
X
Hlíf fyrir BM-12-skjá
Gegnsæ plasthlíf fylgir myndavélinni til að
halda skjánum hreinum og verja hann þegar
myndavélin er ekki í notkun. Hlífin er fest með
því að setja útskotið efst á hlífinni í
samsvarandi innskot fyrir ofan skjá
myndavélarinnar (q) og ýta á botn hlífarinnar
þar til hún smellur á sinn stað (w).
Hlífin er fjarlægð með því að halda
myndavélinni stöðugri og draga botn
hlífarinnar varlega af eins og sýnt er hér til
hægri.










