Notendahandbók

358
U
Búðu til afrit þar sem dregið hefur verið úr
bjögun á jaðrinum.
Veldu Auto (Sjálfvirkt) til
að láta myndavélina laga bjögun sjálfvirkt og
fínstilla síðan með fjölvirka valtakkanum eða
veldu Manual (Handvirk stilling) til að draga
handvirkt úr bjögun (athugaðu að Auto
(Sjálfvirkt) er ekki í boði með myndum sem teknar eru með sjálfvirkri
bjögunarstýringu; sjá blaðsíðu 276).
Ýttu á 2 til að draga úr
tunnuafmyndun, 4 til að draga úr nálapúðaafmyndun (hægt er að
forskoða áhrifin í breytingarskjánum; athugaðu að því meiri
bjögunarstýring sem notuð er, því meira er skorið af brúnunum).
Ýttu
á J til að afrita ljósmyndina eða ýttu á K til að hætta og fara í
myndskoðun án þess að búa til afrit. Athugaðu að bjögunarstýring
getur skorið mikið eða bjagað brúnirnar á afritum sem búin voru til af
ljósmyndum teknum með DX-linsum við myndsvæði annað en
DX (24×16) 1.5×.
Búðu til afrit sem virðist hafa verið tekið með
fiskaugalinsu. Ýttu á 2 til að auka áhrifin (þetta
eykur einnig magn þess sem skera á burt á
brúnum myndarinnar), 4 til að minnka þau.
Útkomuna er hægt að forskoða í
breytingaskjámyndinni. Ýttu á J til að afrita
ljósmyndina eða ýttu á K til að hætta og fara í myndskoðun án þess
að búa til afrit.
Distortion Control
(Bjögunarstýring)
G hnappur N lagfæringavalmynd
A Sjálfvirkt
Auto (Sjálfvirkt) er eingöngu hægt að nota með myndum sem teknar eru
með G og D linsum (PC, fiskauga og ákveðnar aðrar linsur undanskildar).
Ekki er hægt að ábyrgjast útkomuna með öðrum linsum.
Fisheye (Fiskaugalinsa)
G hnappur N lagfæringavalmynd