Notendahandbók
381
n
Nikon ljósblöndunarkerfi (CLS)
Þróað ljósblöndunarkerfi Nikon (CLS) býður upp á betri samskipti milli
myndavélarinnar og samhæfs flassbúnaðar til að ná betri niðurstöðum
í ljósmyndun með flassi.
❚❚ CLS-samhæfur flassbúnaður
Myndavélin má nota með eftirfarandi CLS-samhæfum flassbúnaði:
• SB-910, SB-900, SB-800, SB-700, SB-600, SB-400, og SB-R200:
• SU-800 Þráðlaus flassstýring: Hægt er að nota SU-800 sem stjórnanda
fyrir fjartengdan SB-910, SB-900, SB-800, SB-700, SB-600 eða
SB-R200 flassbúnað í allt að þremur hópum, þegar það er fest á CLS-
samhæfa myndavél. SU-800 er sjálfur ekki búinn flassi.
Flassbúnaður
SB-910
1
SB-900
1
SB-800 SB-700
1
SB-600 SB-400
2
SB-R200
3
Eiginleikar
Leiðbeini
ngar nr.
4
ISO 100 34 34 38 28 30 21 10
ISO 200 48 48 53 39 42 30 14
1 Ef litasía er fest á SB-910, SB-900, eða SB-700 þegar v eða N (flass) er valið fyrir
hvítjöfnun mun myndavélin sjálfkrafa finna síuna og stilla hvítjöfnunina samkvæmt
henni.
2 Þráðlaus flassstýring er ekki í boði með SB-400.
3 Fjarstýrt með innbyggðu flassi í stjórnandasniði, með auka SB-910, SB-900, SB-800,
eða SB-700 flassbúnaði eða þráðlausri SU-800 flassfjarstýringu.
4 m, 20 °C, SB-910, SB-900, SB-800, SB-700, og SB-600 með 35 mm stöðu
aðdráttarhaus; SB-910, SB-900, og SB-700 með hefðbundinni lýsingu.
A Styrkleikatala
Deilið styrkleikatölu flassins með ljósopinu til að reikna út drægi flassins á
fullum styrk.
Til dæmis, í ISO 100 hefur SB-800 styrkleikatöluna 38 m (35 mm
stöðu aðdráttarhaus); fjarlægð frá ljósopi f/5.6 er 38÷5,6 eða um 6,8 metrar.
Fyrir hverja tvöfalda aukningu á ISO-ljósnæmi skal margfalda styrkleikatölu
flass með kvaðratrótinni af tveimur (u.þ.b. 1,4).