Notendahandbók
387
n
Annar aukabúnaður
Þegar þetta er skrifað er eftirfarandi aukabúnaður fáanlegur fyrir D800.
Aflgjafar
• EN-EL15 Li-ion hleðslurafhlaða (0 19, 21): Viðbótar EN-EL15
rafhlöður eru fáanlegar frá söluaðilum og viðurkenndum
þjónustufulltrúum Nikon.
Hægt er að endurhlaða þessar
rafhlöður með MH-25 hleðslutæki.
• MH-25 hleðslutæki (0 19): Hægt er að nota MH-25 til að
endurhlaða EN-EL15 rafhlöður.
• MB-D12 fjölvirkur rafhlöðubúnaður: MB-D12 er með afsmellara,
B hnapp, fjölvirka valtakkann og aðal- og undirstjórnskífu
sem eykur árangur þegar andlitsmyndir (háar) eru teknar.
Þegar MB-D12 er fest á skal fjarlægja lok fyrir úttak fyrir
MB-D12 af myndavélinni. BL-5 hlíf á rafhlöðuhólfi og MH-26
hleðslutæki þarf þegar EN-EL 18 rafhlöður eru notaðar.
• EP-5B rafmagnstengi, EH-5b straumbreytir: Hægt er að nota þennan
aukabúnað til að knýja myndavélina í lengri tíma (einnig er
hægt að nota EH-5a og EH-5 AC straumbreyti).
Nauðsynlegt
er að hafa EP-5B rafmagnstengi til að tengja myndavélina við
EH-5b, EH-5a, eða EH-5; frekari upplýsingar eru á blaðsíðu
391. Athugaðu að þegar myndavélin er notuð með MB-D12
verður að setja EP-5B inn í MB-D12, en ekki myndavélina. Ekki
reyna að nota myndavélina með rafmagnstenginu stungið í
bæði myndavélina og MB-D12.
Tengibúnaður
fyrir þráðlaust
staðarnet
(0 245)
Þráðlaus sendir WT-4: Tengir myndavélina við þráðlaus net og
Ethernet.
Ljósmyndirnar á minniskorti myndavélarinnar er
hægt að skoða í tölvum sem eru tengdar á sama neti eða þá
afrita þær til langtíma geymslu.
Einnig er hægt að stjórna
myndavélinni úr öllum tölvum tengdum sama neti með
Camera Control Pro 2 (fáanlegt sér).
Athugaðu að WT-4 þarf á
sjálfstæðum aflgjafa að halda í formi auka EH-6b straumbreytis
eða EN-EL3e rafhlöðu.
Sjá frekari upplýsingar í WT-4
handbókinni. Notaðu alltaf nýjustu útgáfu af WT-4
hugbúnaðinum.










