Notendahandbók
388
n
Fylgihlutir
augnglers
leitara
• Gúmmí utan um augngler DK-19: DK-19 gerir það auðveldara að sjá
mynd í leitara, kemur í veg fyrir þreytu í auga.
• Leitaralinsa með sjónleiðréttingu DK-17C: Til að dekka mismunandi
sjón einstaklinga býður leitaralinsa upp á sjónleiðréttingu –3,
–2, 0, +1, og +2 m
–1
.
Notaðu einungis sjónleiðréttingarlinsur
ef ekki er hægt að ná fókusnum sem óskað er eftir með
innbyggðum stillibúnaði díoptríu (–3 til +1 m
–1
).
Prófaðu
sjónleiðréttingarlinsur áður en þær eru keyptar til að vera
fullviss um að réttur fókus náist. DK-17C er útbúin með
öryggislæsingu.
• DK-17M stækkunaraugngler: DK-17M stækkar umhverfið sýnt í
leitaranum með um 1,2 × til að fá betri nákvæmni þegar
mynd er römmuð inn. DK-17M er útbúið með öryggislæsingu.
• Stækkunargler fyrir leitara DG-2:DG-2 stækkar umhverfið sýnt í
miðju leitarans til að fá betri nákvæmni við stillingu fókus.
Þarf DK-18 millistykki fyrir augngler (fáanlegt sér).
• Millistykki fyrir augngler DK-18: DK-18 er notað þegar það er fest á
DG-2 stækkunargler eða DR-3 hornrétta sjónpípu á D800.
• Móðuvörn á leitara DK-14/móðuvörn á leitara DK-17A: Þessi augngler
leitara koma í veg fyrir móðu við rakar eða kaldar aðstæður.
DK-17A er útbúin með öryggislæsingu.
• Hornrétt sjónpípa DR-5/hornrétt sjónpípa DR-4: DR-5 og DR-4 er fest
á horn á augngleri leitarans, svo hægt er að skoða myndina í
leitaranum í rétthorni við linsuna frá beint fyrir ofan þegar
myndvélin tekur í láréttri stöðu. DR-5 styður sjónleiðréttingu
og getur einnig stækkað myndina í gegnum leitarann með
2 × til að fá betri nákvæmni þegar myndin er römmuð inn
(athugaðu að brúnir rammans eru ekki sýnilegri þegar
myndin er stækkuð).
Aukabúnaður
fjartengis
D800 er útbúin með tíu pinna tengi fyrir aukabúnað (0 3) fyrir
fjarstýringu og sjálfvirka ljósmyndun.
Tengið hefur hlíf, sem
verndar snertin þegar tengið er ekki í notkun.
Hægt er að nota
eftirfarandi aukabúnað (allar lengdir eru áætlaðar):