Notendahandbók
389
n
Aukabúnaður
fjartengis
• Fjarstýring með snúru-22: Þráðlaus opnun lokara með bláu, gulu
og svörtu tengi fyrir tengingu við tæki sem opnar lokara og
gerir stjórnun með hljóð- og rafmerkjum möguleg (lengd
1m).
• Fjarstýring með snúru MC-30: Hægt er að nota fjarstýrða opnun
lokara til að draga úr hristingi myndavélarinnar (lengd 80 sm).
• Fjarstýring með snúru MC-36: Hægt er að nota fjarstýrða opnun
lokara í ljósmyndun með millibilstíma eða draga úr hristingi
myndavélar eða til að halda lokara opnum í tímalýsingu
(lengd 85 sm.).
• Framlengingarsnúra MC-21: Er hægt að tengja við ML-3 eða
MC-gerðir 20, 22, 23, 25, 30, eða 36. Aðeins er hægt að nota
eina MC-21 í einu (lengd 3 m.).
• Tengisnúra MC-23: Tengir tvær myndavélar fyrir samtíðaaðgerðir
(lengd 40 sm.).
• Breytisnúra MC-25: Breytisnúra með tíu inna í tvo pinna til að
tengja við tæki með tveggja pinna úttak, þar á meðal MW-2
stilling útvarpsstýringar, MT-2 millibilsmælir og ML-2 stilling
tíðnistýringa (lengd 20 sm.).
• GP-1 GPS-eining (0 215): Vistar breiddargráðu, lengdargráðu,
hæð yfir sjávarmáli og UTC tíma með myndum.
• GPS breytisnúra MC-35 (0 215): Þessi 35 sm snúra sem tengir
myndavélina við eldri GARMIN eTrex- og geko-tegundir GPS-
tæki sem samræmast 2.01 eða 3.01 útgáfu gagnasniðs Félags
alþjóðlegra sjórafeinda NMEA0183. Aðeins gerðir sem styðja
tölvutengisnúrur eru studdar; ekki er hægt að nota MC-35 til
að tengja GPS-tæki með USB-snúru. Þessi tæki tengjast við
MC-35 með því að nota snúru með D-sub 9 pinna tengi sem
hægt er að fá hjá framleiðanda GPS-tækisins; sjá MC-35
leiðbeiningahandbókina til að fá frekari upplýsingar. Áður en
kveikt er á myndavélinni, skaltu stilla GPS-tækið á NMEA snið
(4800 bitatíðni); frekari upplýsingar eru í heimildum sem
fylgja GPS-tækinu.
• Innrauð fjarstýring ML-3: Gerir innrauða fjarstýringu mögulega í
allt að 8 metra fjarlægð.